NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað að birt sé opinberlega skýrsla vísindamanna um göngur síldarstofna á þeirri forsendu að um sé að ræða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir þjóðarhag. Skýrslan var unnin af norskum, íslenskum, færeyskum og rússneskum vísindamönnum.
Noregur Síldin rík-

isleynd-

armál?

Ósló. Morgunblaðið.

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað að birt sé opinberlega skýrsla vísindamanna um göngur síldarstofna á þeirri forsendu að um sé að ræða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir þjóðarhag. Skýrslan var unnin af norskum, íslenskum, færeyskum og rússneskum vísindamönnum.

Vísindamenn er starfa við haffræðistofnunina í Björgvin segjast undrandi yfir afstöðu ráðuneytisins sem kom fram í svari við bréfi frá þeim. Þeir segja að nú muni þeir eiga erfitt með að tjá sig í vísindalegum umræðum um það hvar síldin haldi sig aðallega á hverjum tíma, þ.e. í efnahagslögsögu hvaða ríkis, og annað er snertir veiðistofnana.

Sjávarútvegsráðuneytið í Ósló virðist telja að upplýsingarnar séu pólitískt sprengiefni og vill því reyna að koma í veg fyrir að þær séu aðgengilegar öllum.