EINS og staðan er þessa dagana eru allar líkur á að KA leiki Evrópuleikina gegn TJ VSZ Kosice frá Slóvakíu heima og að heiman. "Við erum búnir að hafa samband við þá og forráðamenn liðsins tóku mjög illa í að leika báða leikina á Íslandi," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið í gær.
KA líklega heima og að heiman EINS og staðan er þessa dagana eru allar líkur á að KA leiki Evrópuleikina gegn TJ VSZ Kosice frá Slóvakíu heima og að heiman. "Við erum búnir að hafa samband við þá og forráðamenn liðsins tóku mjög illa í að leika báða leikina á Íslandi," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið í gær. "Nú bíðum við bara eftir að þeir kynni sér flugfargjöldin til Íslands, þá fá þeir örugglega sjokk og vonandi breytist hljóðið í þeim þá," sagði Alfreð.

Valsmenn, sem leika við ABC Braga frá Portúgal, eru komnir í samband við félagið en ekki er hægt að svo komnu máli að segja hvar leikirnir fara fram.

Afturelding, sem á að leika við Zaglebie Lubin frá Póllandi, hefur ekki enn komist í samband við Pólverjana en Mosfellingar hafa hug á að leika báða leikina hér á landi eða jafnvel í Þýskalandi ef um semst.