FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Hólmasel í Seljahverfi hyggst bjóða förðunarnámskeið á næstu dögum undir leiðsögn Ragnheiðar Stefánsdóttir, förðunarfræðings. Kennd verður dagsförðun og kvöldförðun og fá þátttakendur að spreyta sig á því sviði undir leiðsögn og segir í fréttatilkynningu að námskeiðið sé tilvalið fyrir mæðgur, systur eða vinkonur.
Förðunarnám-

skeið í Hólmaseli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Hólmasel í Seljahverfi hyggst bjóða förðunarnámskeið á næstu dögum undir leiðsögn Ragnheiðar Stefánsdóttir, förðunarfræðings.

Kennd verður dagsförðun og kvöldförðun og fá þátttakendur að spreyta sig á því sviði undir leiðsögn og segir í fréttatilkynningu að námskeiðið sé tilvalið fyrir mæðgur, systur eða vinkonur.

Í boði er tveggja daga námskeið sem verður haldið fimmtudaginn 26. október og 2. nóvember frá kl. 19.30­21.30 í Hólmaseli. Þátttökugjald er 500 kr. og er fjöldi takmarkaður. Skráning fer fram í síma félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels.