"ATVINNULEYSI er eitt af merkjum þess að íslenzkt hagkerfi sé ekki í jafnvægi. Ástæðan er sú að miðstýringu er beitt í of ríkum mæli á kostnað búskapar markaðar. Ríkið kemur t.d. ævinlega að samningum á almennum markaði." Svo segir Jón G. Hauksson í forystugrein Frjálsrar verzlunar. Miðstýringeða markaður
»Atvinnu-

leysið

"ATVINNULEYSI er eitt af merkjum þess að íslenzkt hagkerfi sé ekki í jafnvægi. Ástæðan er sú að miðstýringu er beitt í of ríkum mæli á kostnað búskapar markaðar. Ríkið kemur t.d. ævinlega að samningum á almennum markaði." Svo segir Jón G. Hauksson í forystugrein Frjálsrar verzlunar.

Miðstýring eða markaður

ÚR Frjálsri verzlun:

"Ríkið eyðir meiru en það aflar og sogar stöðugt til sín fé úr atvinnulífinu. Ríkið ákveður hversu mikið er framleitt í landbúnaði. Ríkið gefur fiskinn í sjónum og ákveður í leiðinni hversu mikinn fisk megi veiða ...

Þrátt fyrir miðstýringaráráttu hér á landi sýnir reynslan að búskapur markaðar og virk samkeppni samræma bezt þarfir neytenda og framleiðenda. Markaðurinn er bezti vegvísirinn á það hvað eigi að framleiða - og á hvaða verði. Fái hann að njóta sín eykst hagvöxtur og það er einmitt hann sem dregur úr ójafnvægi, ekki sízt á vinnumarkaði. Miðstýring og svonefndur markaðssósíalismi hafa hvergi skilað árangri".

Fiskimiðin gefin

"RÍKIÐ gengur svo langt að verðleggja ekki einu sinni fiskimiðin, helztu auðlind þjóðarinnar. Þess í stað eru fiskimiðin gefin útvöldum útgerðum. Ofveiði fiskimiðanna stafar eingöngu af því að búskapur markaðar hefur ekki ráðið ferðinni. Verð fiskimiðanna hefur ekki ráðið sókninni og veiðinni. Samt er veiðileyfagjald enn eitur í beinum flestra stjórnmálamanna.

Þrátt fyrir hósta og stunur um þessar mundir vegna nýgerðs búvörusamnings er í raun ekki vilji fyrir því að leggja niður styrki í landbúnaði og leyfa ódýran innflutning landbúnaðarvara. Allir sjá óhagkvæmnina en fáir vilja beygja af leiðinni. Offramleiðsla í landbúnaði stafar eingöngu af því að búskapur markaðar, sem samræmir þarfir neytenda og framleiðenda, hefur ekki ráðið ferðinni ...

Þegar kerfið er núna að gefa sig sést að í landbúnaði hefur undanfarna áratugi verið framleitt atvinnuleysi ekkert síður en búvörur ..."

Fyrr í leiðaranum segir að Reykjavíkurborg sé stærsti vinnuveitandinn (5.500), síðan Ríkisspítalar (2.600), ef horft sé framhjá "stærsta hópnum, atvinnulausum" (6.700): "Útlit er fyrir ef miðstýringin ræður ferð að atvinnulausir verði áfram "stærsti vinnustaðurinn".