SÝNING verður á 1996 árgerðum af Saab bílum hjá Bílheimum hf. um helgina. Þetta eru fyrstu bílarnir sem nýr umboðsaðili fær af Saab en sýndir verða bílar af gerðunum 900 og 9000. Saab 900 2,0 l, 130 hestafla, fimm dyra kostar beinskiptur 1.980.000 kr. en dýrasti bíllinn, Saab 9000 CS/CD, með 200 hestafla, 2,3 l túrbóvél kostar 3.069.000 kr. beinskiptur en 3.239.000 kr. sjálfskiptur.
Sýning á Saab

SÝNING verður á 1996 árgerðum af Saab bílum hjá Bílheimum hf. um helgina. Þetta eru fyrstu bílarnir sem nýr umboðsaðili fær af Saab en sýndir verða bílar af gerðunum 900 og 9000.

Saab 900 2,0 l, 130 hestafla, fimm dyra kostar beinskiptur 1.980.000 kr. en dýrasti bíllinn, Saab 9000 CS/CD, með 200 hestafla, 2,3 l túrbóvél kostar 3.069.000 kr. beinskiptur en 3.239.000 kr. sjálfskiptur.

Meðal staðalbúnaðar í Saab bifreiðum má nefna vökvastýri, ABS- hemlakerfi, loftpúða í stýri, rafdrifnar rúður, samlæstar hurðir og rafstillanlegir og upphitaðir útispeglar.

Sýningin er opin frá kl. 14­17, laugardag og sunnudag.