FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Náttúrulækningafélags Íslands stendur fyrir erindi um andlegt ofbeldi í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. október nk. kl. 20.30. Hvað er andlegt ofbeldi, hverjir beita því? Eru einhverjar sérstakar manngerðir fórnarlömb þessarar tegundar ofbeldis? Hvernig getum við stöðvað andlegt ofbeldi og hvernig má ráða bót á afleiðingum þess.
Erindi um andlegt

ofbeldi

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Náttúrulækningafélags Íslands stendur fyrir erindi um andlegt ofbeldi í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. október nk. kl. 20.30.

Hvað er andlegt ofbeldi, hverjir beita því? Eru einhverjar sérstakar manngerðir fórnarlömb þessarar tegundar ofbeldis? Hvernig getum við stöðvað andlegt ofbeldi og hvernig má ráða bót á afleiðingum þess. Fyrirlesari er Ásta Kristrún Ólafsdóttir BA, löggiltur ráðgjafi CCDP.