AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir hljóðupptaka á kvikmyndinni Börnin í Ólátagarði, sem gerð er eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum barna og leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Guðrún Þórðardóttir.
Ungir

leikarar

AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir hljóðupptaka á kvikmyndinni Börnin í Ólátagarði, sem gerð er eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum barna og leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Guðrún Þórðardóttir. Hérna sjáum við börnin sem ljá persónum myndarinnar rödd sína, en þess má geta að töluvert vandaverk er að talsetja leikna mynd og oft og tíðum er það mikil nákvæmisvinna.Morgunblaðið/Sverrir UNGU aðalleikararnir: Birna, Dagmar, Margrét, Þorvaldur, Theodóra, Arnar, Árni og Halla.