SJÚKRAÞJÁLFARARNIR Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir hafa skrifað bók, sem sérstaklega er ætluð þeim sem annast sjúklinga, bæði fagfólki og aðstandendum. Í bókinni, sem ber heitið Vinnutækni við umönnun, er kennd vinnutækni og rétt líkamsbeiting þegar verið er að aðstoða fólk við að færa sig úr stað.
Réttar

vinnu-

stellingar

SJÚKRAÞJÁLFARARNIR Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir hafa skrifað bók, sem sérstaklega er ætluð þeim sem annast sjúklinga, bæði fagfólki og aðstandendum. Í bókinni, sem ber heitið Vinnutækni við umönnun, er kennd vinnutækni og rétt líkamsbeiting þegar verið er að aðstoða fólk við að færa sig úr stað.

Í bókinni er fjallað um álagseinkenni og orsakir þeirra, auk þess sem greint er frá grunnreglum góðrar vinnutækni. Sýndar eru ýmsar aðferðir við að flytja fólk milli staða og upplýsingar gefnar um hjálpartæki og hvernig hægt er að nýta sér þau. "Allar aðferðirnar byggja á grunnreglum góðrar vinnutækni og eðlilegum hreyfingum heilbrigðs einstaklings en það auðveldar skjólstæðingi að taka þátt í flutningum," segir meðal annars í inngangi bókarinnar. Bókin er 118 blaðsíður og er gefin út af Borgarspítalanum og Vinnueftirliti ríkisins.

KENND er rétt líkamsbeiting við að færa sjúka til.