REGNBOGINN hefur hafið sýningar á spennumyndinni "Murder In The First" eða Að yfirlögðu ráði sem byggir á sannsögulegum atburðum sem gerðust innan veggja Alcatraz-fangelsisins. Myndin fjallar um tvo unga menn, fanga og lögfræðing. Fangelsið Alcatraz er staðsett nálægt San Fransisco flóa. Henry Young (Kevin Bacon) er settur í fangelsi fyrir stuld á fimm dollurum.
Nýtt í kvikmyndahúsunum Regnboginn sýnir

Að yfirlögðu ráði

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á spennumyndinni "Murder In The First" eða Að yfirlögðu ráði sem byggir á sannsögulegum atburðum sem gerðust innan veggja Alcatraz-fangelsisins.

Myndin fjallar um tvo unga menn, fanga og lögfræðing. Fangelsið Alcatraz er staðsett nálægt San Fransisco flóa. Henry Young (Kevin Bacon) er settur í fangelsi fyrir stuld á fimm dollurum. Slæm meðferð á honum verður til þess að Young verður manni að bana þegar einangrunarvistinni lýkur. James Stamphill (Christian Slater), lögfræðingur Henry Young, byggir vörn sína á því að vistin hafi breytt honum í morðingja, enda hafi hann ekki verið í neinni snertingu við umhverfið og að hann hafi þurft að þola vítiskvalir í fangelsinu.

Aðalhlutverk leika Christian Slater, Kevin Bacon og Gary Oldman.GARY Oldman og Christian Slater í einu atriði í myndinni Að yfirlögðu ráði.