LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tali af þeim, sem sáu umferðarslys á Suðurlandsvegi, við Gunnarshólma, sunnudaginn 8. október sl. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi, þegar bifreið fór yfir á rangan vegarhelming og skall framan á annarri. Karlmaður, sem ók fyrrnefnda bílnum, lést í slysinu.
Vitna að

banaslysi

leitað

LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tali af þeim, sem sáu umferðarslys á Suðurlandsvegi, við Gunnarshólma, sunnudaginn 8. október sl.

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi, þegar bifreið fór yfir á rangan vegarhelming og skall framan á annarri. Karlmaður, sem ók fyrrnefnda bílnum, lést í slysinu.

Þeir, sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík.