Egilsstöðum-Egilsstaðabær hefur ákveðið að leita til danska ráðgjafafyrirtækisins Probenius Consulting um úttekt á möguleikum til nýsköpunar í atvinnulífi Egilsstaðabæjar og Fljótsdalshéraðs. Atvinnumálaráð bæjarins stóð fyrir opnum fundi þar sem þessi ákvörðun var kynnt ásamt fleiri verkefnum ráðsins.

Egilsstaðabær leitar til

danskra atvinnuráðgjafa Egilsstöðum - Egilsstaðabær hefur ákveðið að leita til danska ráðgjafafyrirtækisins Probenius Consulting um úttekt á möguleikum til nýsköpunar í atvinnulífi Egilsstaðabæjar og Fljótsdalshéraðs. Atvinnumálaráð bæjarins stóð fyrir opnum fundi þar sem þessi ákvörðun var kynnt ásamt fleiri verkefnum ráðsins. Á fundinum fluttu einstaklingar í atvinnulífi ávörp og á eftir voru umræður. Þar kom fram að Egilsstaðabær hefur stutt við nokkur fyrirtæki með hlutafé og styrkjum. Ennfremur lýsti Kaupfélag Héraðsbúa yfir vilja til þátttöku með hlutafjárframlagi í nýjum atvinnutækifærum.