DOLLAR seldist í gær á lægsta verði gegn marki í tvo mánuði og markið bætti stöðu sína, einkum á kostnað lírunnar sem stendur illa að vígi vegna pólitískrar óvissu á Ítalíu. Dollarinn lækkað í innan við 1.4040 mörk og seldist síðdegis á 1.3980 mörk, sem vakti ugg um að hann mundi stóreflast á ný gegn dollar og öðrum veikum gjaldmiðlum.
Dollar og líra lækka gegn sterku marki

London. Reuter.

DOLLAR seldist í gær á lægsta verði gegn marki í tvo mánuði og markið bætti stöðu sína, einkum á kostnað lírunnar sem stendur illa að vígi vegna pólitískrar óvissu á Ítalíu.

Dollarinn lækkað í innan við 1.4040 mörk og seldist síðdegis á 1.3980 mörk, sem vakti ugg um að hann mundi stóreflast á ný gegn dollar og öðrum veikum gjaldmiðlum.

Líran hefur ekki staðið eins illa gegn marki í rúmlega 11 vikur vegna óvissunnar í Róm.

Óstöðugt ástand ríkti á hlutabréfamarkaði vegna óvissunnar í gengismálum. Í London lækkaði FT-vísitalan um 27,2 punkta eða 0,76%. Í París lækkuðu bréf í verði fimmta daginn í röð. Í Frankfurt lækkaði kauphallarvísitala um 9,11 punkta og um 22 punkta í tölvuviðskiptum eftir lokun.