KIRKJUKÓR Sauðaneskirkju hefur fest kaup á nýjum flygli af gerðinni Samvick og er lengdin eitthvað á þriðja metra og hljómgæðin eftir því. Flygillinn verður staðsettur í Þórsveri og mun gefa ný tækifæri til allskyns tónlistarviðburða. Kaupin á flyglinum eru mikið fjárhagslegt átak fyrir lítinn söfnuð og hefðu ekki verið framkvæmanleg nema fyrir stuðning ýmissa aðila s.s. Þórshafnarhrepps.
Diddú og Anna Guðný á Þórshöfn

Þórshöfn. Morgunblaðið

KIRKJUKÓR Sauðaneskirkju hefur fest kaup á nýjum flygli af gerðinni Samvick og er lengdin eitthvað á þriðja metra og hljómgæðin eftir því. Flygillinn verður staðsettur í Þórsveri og mun gefa ný tækifæri til allskyns tónlistarviðburða. Kaupin á flyglinum eru mikið fjárhagslegt átak fyrir lítinn söfnuð og hefðu ekki verið framkvæmanleg nema fyrir stuðning ýmissa aðila s.s. Þórshafnarhrepps. Til að vígja gripinn koma þær stöllur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, sem reyndar er ættuð héðan. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 sunnudagskvöldið 22. október.