Finnbogi Jón Rögnvaldsson Okkur langar í örfáum orðum að minnast Finnboga Rögnvaldssonar. Kynni okkar við hann voru mjög ánæguleg en því miður alltaf stutt. Leiðir okkar lágu saman, þar sem Finnbogi vann við glerísetningar fyrir Vátryggingafélag Íslands. Það var ekki að sjá að þar færi veikur maður, þegar hann var að koma til að sækja gler. Það var alltaf stutt í gamansemina þegar Finnbogi kom, þrátt fyrir að hann hefði mikið að gera. Okkur er mikil eftirsjá í Finnboga og við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.

Starfsfólk Íspan.