Elín Sigtryggsdóttir Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Elínar Sigtryggsdóttur, sem síðast átti heimili á Keilusíðu 10b á Akureyri.

Ég vil þakka henni alla þá hjálp og þann mikla stuðning, sem hún veitti mér. Eftir mikla leit að góðu og viðeigandi ljóði fann ég loks eitt, eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem segir allt sem ég vildi sagt hafa:

Hver minning dýrmæt perla að liðnum

lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.

Þinn kærleikur í verki var gjöf sem

gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að

kynnast þér. Fjölskyldu hennar, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð.

Hilda Haraldsdóttir.