28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 138 orð

Nýjar bækur

Nýjar bækur

Í SKJÓLI heimspekinnar er heiti á nýju greinasafni eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki. Bókin geymir 15 erindi og greinar sem Páll hefur samið á allra síðustu árum. Í bókinni tekst höfundur einkum á við þrjúmegin viðfangsefni: náttúru,menningu ogmannleg samskipti.
Nýjar bækur Í SKJÓLI heimspekinnar er heiti á nýju greinasafni eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki. Bókin geymir 15 erindi og greinar sem Páll hefur samið á allra síðustu árum. Í bókinni tekst höfundur einkum á við þrjú megin viðfangsefni: náttúru, menningu og mannleg samskipti. Í formála sínum skrifar Páll meðal annars:

"Í þessum heimi er hvergi að finna fullkomið skjól fyrir öflum eyðingar og tortímingar. Skjól heimspekinnar er hér engin undantekning. Þangað kann að vera gott að leita stund og stund til að fá ráðrúm til að velta vöngum yfir eigin hugsunum og annarra, hugleiða tilgang og merkingu hluta og hugmynda og leita leiða til að lifa betur sem hugsandi vera. Heimspeki er glíma fræðilegrar hugsunar við gátur veruleikans."

Háskólaútgáfan gefur út. Í skjóli heimspekinnar er 183 bls. og fæst bæði innbundinn og í kilju. Hún er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins.

Páll SkúlasonAðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.