eftir Magnús Scheving Myndir: Halldór Baldursson Æskan 1995 ­ 80 síður kr. 1892 MEÐ heilbrigðu líferni, sjálfsaga og dugnaði er hægt að ná langt, já, jafnvel svo að verða talinn beztur allra á jörð. Fimi höfundar þessarar bókar er slík, að íþróttamenn annarra landa stara á hann í forundran, reyna að finna eitthvað, sem þeir gætu bætt um betur ­ og sigrað pjakkinn.

Frá dauða til lífs

BÓKMENNTIR

Sögur

ÁFRAM LATIBÆR!

eftir Magnús Scheving Myndir: Halldór Baldursson Æskan 1995 ­ 80 síður kr. 1892

MEÐ heilbrigðu líferni, sjálfsaga og dugnaði er hægt að ná langt, já, jafnvel svo að verða talinn beztur allra á jörð. Fimi höfundar þessarar bókar er slík, að íþróttamenn annarra landa stara á hann í forundran, reyna að finna eitthvað, sem þeir gætu bætt um betur ­ og sigrað pjakkinn. En allt kemur fyrir ekki ­ hann mætir þeim hvar sem er og alltaf sami dómur: Hann er þolfimimeistarinn. Það sem mér finnst undarlegast við þetta allt er að Magnús er enn sami ljúflingurinn, í mínum augum, eins og þá eg sá hann fyrst ­ ofmetnast ekki, heldur reynir að miðla ungum löndum af reynslu sinni. Það gerir hann meðal annars í þessari bók.

Svo illa er komið fyrir Latabæ, að íbúarnir nenna hreinlega engu, eru því liðleskjur sem ekki eru færar um að hnýta eigin skóþveng

Eftiröpun hégómans hefir svo gjörspillt mati á hollustufæði og ruðu, að erlendar ruður kjósa þeir, ná því hvorki að fylla út í aldur eða sokka ­ að vísu ekki allir, t.d. Siggi sæti sem minnir einna helzt á sælgætistaðkvörn.

Nú logandi ljósi gætir þú leitað samvinnu ­ hjálpsemi ­ vináttu ­ krakka að skapandi leik; fólk sem þorir út fyrir hússins dyr af hræðslu við að missa af einhverju á sjónvarpsstöðvunum 17; leitað já, en ekki fundið. Meira að segja hanaræksnið er svo tæknivætt, að hann þarf ekki að vakna, til þess að heilsa morgni, að hanasið, leigði sér bara spólu með kjúklingsrödd og tengdi klukkunni. Sólin nennir ekki að hella geislaflóði sínu yfir svona stað, felur sig bak við ský. Þá berst á pósthúsið bréf til bæjarstjórans í Latabæ, og það bréf er frá forsetanum. Honum hafði hugkvæmst að sameina þjóð sína í einni allsherjar íþróttahátíð. Skyldi hún haldin um land allt, í sveit, í dal ­ vog og vík, í þorpi og borg að viku liðinni.

Bæjarstjóranum er mikill vandi á höndum, miklu meiri en hann hefir hugmynd um því forsetinn ætlar að gista Latabæ. Þá neyð er stærst ­ er hjálp oft næst. Bæjarstjórinn hittir íþróttaálf og sá kann að leysa mál. Eg ræni þig ekki ánægjunni ­ hvernig.

Augljóst er, að Magnúsi er margt til lista lagt ­ kann fleira en hoppin há ­ hann er sögumaður líka ­ fyndinn ­ beinskeyttur. Mér segir hann með bókinni. Þú borg, mín borg stefnir í Latabæ, lífifirrtan stað, ef þú gáir ekki vel að.

Myndir Halldórs eru listagóðar. Bráðsnjallt finnst mér að láta geisladisk fylgja, þar sem höfundur kennir undirstöður hreyfinga, við hljómfall Mána Svavarssonar. Eg er þegar farinn að æfa, kemst út í bíl fyrir jól.

Bók, sem kom mér verulega að óvart ­ hækkaði stökkkraft Magnúsar, í mínum huga, til muna. Þökk fyrir unnin afrek ­ fordæmi, góða bók.

Sig. Haukur

Magnús Scheving