4. janúar 1996 | Menningarlíf | 490 orð

Þóra og Gyrðir hlutu útvarpsstyrkinn

RITHÖFUNDASTYRK Ríkisútvarpsins var að venju úthlutað á gamlársdag, að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Styrkinn hlutu að þessu sinni Þóra Jónsdóttir og Gyrðir Elíasson. Eiríkur Hreinn Finnbogason, formaður Rithöfundasjóðsi, afhenti rithöfundastyrkinn, sem nú er 400 þúsund kr. til hvors höfundar.
Þóra og Gyrðir

hlutu út-

varpsstyrkinn

RITHÖFUNDASTYRK Ríkisútvarpsins var að venju úthlutað á gamlársdag, að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Styrkinn hlutu að þessu sinni Þóra Jónsdóttir og Gyrðir Elíasson.

Eiríkur Hreinn Finnbogason, formaður Rithöfundasjóðsi, afhenti rithöfundastyrkinn, sem nú er 400 þúsund kr. til hvors höfundar. Hann kvað þetta fertugustu úthlutun og hefðu 75 íslenskir höfundar hlotið styrkinn frá því til hans var stofnað 1956. Er hann skv. skipulagsskrá veittur til ritstarfa eða undirbúnings undir þau, einkum með utanlandsferðum. Í sjóðinn renna greiðslur frá Ríkisútvarpinu fyrir efni, sem höfundar fundust ekki að og er sjóðurinn allvel staddur. Því var ákveðið að veita hann tveimur höfundum nú. Í sjóðsstjórn sitja auk Eiríks Hreins, sem er skipaður af menntamálaráðherra, Jón Karl Helgason og Sveinbjörn I. Baldvinsson frá Ríkisútvarpinu og Oddur Bjarnason og Ísak Harðarson frá Rithöfundasambandinu. Og var alger einhugur um þess úthlutun.

Þóra þakkaði fyrir hönd þeirra Gyrðis og sagði m.a.: "Ætti ég að líkja skáldskaparviðleitni við útgerð sem er nærtækt hérlendis, er það áþekkt því að róa einn á báti útá óþekkt mið og varpa flöskuskeytum í djúpið. Þau velkjast lengi í hafi. Sum lenda í vörpum togara af öðru málsvæði. Önnur grafast í sand í einhverri rekavík. En svo vill þó til að einhverjir ganga fjörur og finna flöskuskeyti, hirða það, lesa og segja við sjálfa sig: Þetta er til mín."

Á liðnu ári kom út eftir Þóru ljóðabókin Lesnætur, en hún hefur á sl. 20 árum gefið út ljóðabækurnar Leit að tjaldstæði, Leiðin norður, Horft í birtuna, Höfðalag að hraðbraut, Á hvítri verönd og Línur í lófa, auk ljóðaþýðina eftir Agneta Pleiel 1985. Hún kvað þennan styrk vera sér mikla uppörvun. Þegar hún var spurð um vinnulag, kvaðst Þóra setjast niður við skrifborðið að morgunlagi. Ef ekki sé sest niður við skrifborð verði ekkert til. Hún sagðist líka lesa mikið, bæði ljóð á íslensku og á þeim erlendu málum sem hún kann skil á, einkum á ensku og Norðurlandamálunum.

Eftir Gyrði Elíasson kom út á árinu 1995 smásagnasafnið Kvöld í ljósturninum. Hann hefur á undanförnum árum gefið út stutta skáldsögu Svefnhjólið og tvö smásagnasöfn, Heykvísl á gúmmískóm 1991 og Tregahornið 1993, auk ljóðabókarinnar Mold í skuggadal 1992. Hann sagði að sér þætti gott skrifa jöfnum höndum sögur og ljóð. Gyrðir vakti fyrst athygli fyrir nýjan tón í ljóðabók sinni Svarthvít axlabönd 1983 og komu á næstu árum út eftir hann ljóðabækurnar Tvíbreitt (svig)rúm, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug og skáldsögurnar Gangandi íkorni og Bréfbátarigningin. Hann kvaðst ekki vera með neitt ákveðið í takinu í framhaldi. Gyrðir býr á Akranesi og kvaðst vinna þar svona jafnt og þétt. Hann sé þó frekar í ljóðagerðinni nú. Hann kvaðst meta þessa viðurkenningu mikils. "Mér hefur alltaf fundist þessi styrkveiting úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins hafa yfir sér þann blæ að mér þykir mjög vænt um að hafa nú hlotið hana", sagði hann.Eiríkur Hreinn Finnbogason, formaður Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins, ásamt höfundunum Gyrði Elíassyni og Þóru Jónsdóttir, sem hlutu rithöfundastyrkinn í ár.

Morgunblaðið/Árni Sæberg.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.