Náttúruham farirnar í Sovét-Armeníu: Tala látinna sögð meira en eitt hundrað þúsund Azerar kveikja í heimilum níu armenskra fjölskyldna í Bakú Moskvu, Ósló, Genf, New York, Durduran í Tyrklandi. Reuter.

Náttúruham farirnar í Sovét-Armeníu: Tala látinna sögð meira en eitt hundrað þúsund Azerar kveikja í heimilum níu armenskra fjölskyldna í Bakú Moskvu, Ósló, Genf, New York, Durduran í Tyrklandi. Reuter. ÞJÓÐARSORG ríkir í Sovétríkjunum í dag vegna jarðskjálftanna í Armeníu en armenska fréttastofan Armenpress skýrði frá því í gær að hugsanlega hefðu meira en eitt hundrað þúsund manns týnt lífi af völdum hamfaranna. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Kreml sögðu að ekki væri hægt að slá neinu föstu um tölu látinna; slitnarsímalínur, skemmdar brýr og vegir kæmu í veg fyrir að nákvæmar upplýsingar bærust. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að samtökin myndu aðstoða Sovétstjórnina eftir mætti við björgunarstarfið og barnahjálp SÞ, UNICEF, hefur þegar boðið fram hjálp sína. Sovétmenn hugðust í dag, laugardag, senda flugvél eftir 12 læknum og 30 tonnum af ýmsum búnaði sem samtökin "Læknar án landamæra" í París lögðu til. Alþjóðasamband Rauða kross-félaganna í Sviss hefur sent út beiðni til aðildarlandanna um aðstoð og eru fulltrúar sambandsins komnir til Armeníu. Rauði kross Íslands sendi þegar tvær milljónir króna til hjálparstarfsins. Þrátt fyrir áfallið í Armeníu bárust enn fregnir af ofsóknum gegn Armenum í Azerbajdzhan. Armen press sagði að kveikt hefði verið í húsum níu armenskra fjölskyldna í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan, eftir að sovéskir hermenn vorufluttir á brott til að taka þátt í björgunarstörfum í Armeníu.

Hjálparvana og ýmist grátandi eða með stirðnaða andlitsdrætti fylgdist fólk, sem komst lífs af, með björgunarmönnum er þeir leituðu í húsarústum. Talsmaður yfirvalda, Lev Vosnesensky, sagði fullvíst að tala látinna ætti eftir að hækka. "Við getum heyrt ópin í fólki sem grafið er undir rústunum; þau verða sífellt daufari eftir því sem lengri tími líður." Hann sagði grjóthrúgur valda björgunarmönnum mestum erfiðleikum enda væri mikill skortur á stórvirkum vélum. Tækin væru á leiðinni en tefðust þar sem vegir og járnbrautalínur hefðu víða skemmst. Íbúar tyrkneskra þorpa skammt frá Lenínakan, tíu km handan sovésku landamæranna, sögðust ekki myndu snúa strax aftur til heimila sinna þarsem enn mætti greina jarðhræringar. "Við gátum áður séð háar byggingar, ljósadýrð á nóttunni. Nú sést ekkert," sagði einn íbúanna og benti í átt til borgarinnar sem mistur hvílir yfir.

A.m.k. 12.000 hermenn taka þáttí björgunarstarfinu. Heilbrigðisyfirvöld sögðu gífurlegan skort vera á blóði og væri hafin söfnun um allt landið en gerð væri eyðniprófun á öllu blóði sem bærist frá útlöndum.

Félög og stofnanir fólks af armenskum ættum í Bandaríkjunum segjast ekki hafa undan við að svara fólki sem vill hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftanna. CARE-hjálparstofn unin segist munu senda 50.000 mat arböggla eftir helgina. Breska stjórnin hefur gefið sem svarar 400 milljónum ísl. kr. Frakkar hafa sent hjálparlið, lækna og hunda, sem kennt hefur verið að leita að fólki undir húsarústum. Vestur-þýsk lyfjafyrirtæki hafa sent kvalastillandi lyf að andvirði 26 milljóna ísl. kr. til Armeníu.

Sovéski andófsmaðurinn Andrej Sakharov hvatti í gær fólk um allan heim til að hjálpa Armenum. Jafnframt sagði hann að yfirvöld í Kreml ættu að veita erlendum hjálparaðil um beinan aðgang að Armeníu.

Í sovéskum fjölmiðlum er sagt að léleg hönnun húsa í Armeníu eigi að miklu leyti sök á mannfallinu og taka bandarískir sérfræðingar undir þetta.

Sjá einnig fréttir

á bls. 34 og 36.

Reuter

Konur syrgja látna ættingja í borginni Lenínakan í Sovét-Armeníu. Að sögn sovéskra yfirvalda eru þrír fjórðu hlutar borgarinnar í rústum. Á efri myndinni sjást börn við leifarnar af heimili sínu í borginni.