HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, verður nú um helgina með síðustu sýningar á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar. Bertold Brecht skrifaði Túskildingsóperuna 1928.
Túskildingsópera Halaleikhópsins

HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, verður nú um helgina með síðustu sýningar á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar. Bertold Brecht skrifaði Túskildingsóperuna 1928.

"Túskildingsóeran er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmálsfólk, en Túskildingsóperuna færði Brecht til í tíma og valdi henni sögusvið í Lundúnum um aldamótin síðustu. Hins vegar hefur Halaleikhópurinn fært óperuna nær okkur í tíma, aðallega hvað varðar klæðnað," segir í kynningu.

Verkið er ekki hvað síst merkt vegna tónlistarinnar, en það var Kurt Weill sem samdi hana og eru sum lögin löngu orðin sígild.

Síðustu sýningar verða á laugardag og sunnudag kl. 20 í Halanum, Hátúni 12.

FRÁ sýningu Halaleikhópsins.