Hlutabréf í fossafélaginu Titan á uppboði í Noregi HLUTABRÉF í fyrirtækjum sem hætt eru störfum þykja yfirleitt lítils virði, en bréfin sem Magni R.

Hlutabréf í fossafélaginu Titan á uppboði í Noregi

HLUTABRÉF í fyrirtækjum sem hætt eru störfum þykja yfirleitt lítils virði, en bréfin sem Magni R. Magnússon keypti í fossafélaginu Titan um jólaleytið eru undantekning þar á, enda merkileg söguleg heimild um merkilegt fyrirtæki. Bréfin eru frá 1915, en Titan hafði uppi stórfelldar áætlanir um virkjun Þjórsár og fleira á fyrstu áratugum aldarinnar og var Einar Benediktsson einn helsti hvatamaður að því.

Magni sagðist hafa fyrir tilviljun rekist á tilkynningu í bæklingi frá norsku uppboðsfyrirtæki þarsem sagði að fjögur hlutabréf í Titan yrðu boðin upp og tókst honum að tryggja sér tvö bréfanna í gegnum síma.

Hlutabréfin eru gefin út íReykjavík í júlí árið 1915 og eru skráð á 50 sterlingspund og 900 danskar krónur, sem myndi gera um 5-6.000 íslenskar krónur miðað við gengi í dag, 74 árum síðar. Magni sagðist hafa fengið bréfin undir nafnvirði, líklega vegna þessað norsku seljendurnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvernig þau tengdust íslenskri sögu, enda texti þeirra á dönsku og ensku. Annað bréfið er nú komið í einkasafn hérlendis, en hitt ætlar Magni sjálfur að eiga. Bréf Magna er skráð númer 3503, en hann sagðist ekki vita hve mörg hefðu verið gefin út, né hvort nokkur slík bréf séu til á Íslandi nú.

Fossafélagið Titan lét norskan verkfræðing athuga virkjana möguleika í Þjórsá árin 1915-'17. Árið 1927 fékk Titan leyfi til að reisa 160.000 hestafla aflstöð við Urriðafoss, en ekkert varð samt úr framkvæmdum og var ekki hafist handa við virkjun Þjórsár fyrr en á vegum Landsvirkjunar árið 1964 við Búrfell.

Magni er einn af fáum mönnum hérlendum sem safnar hlutabréfum og á hann meðal annars bréf Íslandsbanka. Hann sagði að menn áttuðu sig oft ekki á sögulegu gildi slíkra bréfa og hentu þeim. "Fólk áttar sig ekki á að hlutabréf geta orðið verðmæt þóað fyrirtækin fari á hausinn."

-HÓ

Morgunblaðið/Bjarni

Magni R. Magnússon, safnari og verslunareigandi, með bréfið sem sannar eign hans í fossafélagi Einars Benediktssonar og fleiri mannna innlendra og erlendra. Magni á þó litla von á arðgreiðslum frá Titan, þar sem fyrirtækið lagði upp laupana fyrir margt löngu.

Þannig leit fyrirhuguð virkjun fossafélagsins við Urriðafoss útá teikniborðinu árið 1918, nær 50 árum áður en hafist var handa við fyrstu virkjunina í Þjórsá við Búrfell.