11. júní 1996 | Fasteignablað | 217 orð

Stórt hús á Siglufirði til sölu

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu húseignin Suðurgata 6 á Siglufirði. " sagði Magnús Leopoldsson hjá

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu húseignin Suðurgata 6 á Siglufirði. " sagði Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Í þessu húsi eru þrjú sjálfstæð verslunarrými á fyrstu hæði ásamt skrifstofu og snyrtingu," sagði Magnús ennfremur. Á annarri hæð og í risi er íbúðarhæð og lagerpláss, sem hægt er að tengja saman.
Stórt hús á Siglufirði til sölu

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu húseignin Suðurgata 6 á Siglufirði. " sagði Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni.

Í þessu húsi eru þrjú sjálfstæð verslunarrými á fyrstu hæði ásamt skrifstofu og snyrtingu," sagði Magnús ennfremur. Á annarri hæð og í risi er íbúðarhæð og lagerpláss, sem hægt er að tengja saman. Húsið er í miðbæ Siglufjarðar og það gefur mikla möguleika fyrir ýmiskonar starfsemi. Einnig má innrétta það sem íbúðarrými."

Sigurður Fanndal sér um sölu hússins fyrir hönd fjölskyldu sinnar á Siglufirði. Að hans sögn byggði Páll Halldórsson rakarameistari húsið og hefði hann haft rakarastofu í einu verslunarrýminu. Hann skírði húsið Höfða og herbergjafjöldinn var miðaður við að rakarasveinarnir gætu búið þar, einkum yfir sumartímann þegar mesti síldaratgangurinn var," sagði Sigurður.

Seinna byggði faðir minn, Gestur Fanndal kaupmaður, tvisvar við húsið. Í viðbyggingunum er verslunarrými, kælir, frystir og lager ásamt rúmgóðum bílskúr. Húsinu gæti líka fylgt næsta byggingarlóð við, að Suðurgötu 8.

Þetta er glæsilegt og vel byggt hús á besta stað í vaxandi bæ, en það þarfnast nokkurra endurbóta, og tekið er tillit til þess í verðlagningu, en ásett verð er 4,5 millj. kr.

HÚSIÐ er 463 ferm. og stendur við Suðurgötu 6 á Siglufirði. Það er steinsteypt og byggt árið 1930. Húsið er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni og ásett verð er 4,5 millj. kr.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.