Suður-Afríka: Lífverðir Winnie Mandela sakaðir um morð Höfðaborg. Reuter. Newsweek.

Suður-Afríka: Lífverðir Winnie Mandela sakaðir um morð Höfðaborg. Reuter. Newsweek.

MIKILL styr hefur staðið um Willie Mandela, eiginkonu suður-afríska blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, sem situr í fangelsi, og knattspyrnufélag sem kennir sig við Mandela en er í raun lífvarðasveit hennar og hefur fáar dáðir drýgt í íþróttum. Hefur sveitin valdið mikilli reiði meðal leiðtoga blökkumanna í Soweto vegna yfirgangs og ruddaháttar. Suður-Afríku stjórn skýrði frá því á fimmtudag að virtur leynilögreglumaður væri að rannsaka hvarf 14 ára unglings, Moeketsi Seipei, og talið væri að lífvarðasveitin hefði rænt og misþyrmt honum. Að sögn yfirvalda fannst lík unglingsins í gær og móðir hans heldur því fram að hann hafi verið myrtur. Í gær, mánudag, bárust þær fréttir að lögfræðingur Winnie Mandela hefði vísað frá sér málinu.

Í yfirlýsingu frá suður-afríska dómsmálaráðuneytinu segir að félagar í lífvarðasveitinni hafi rænt fjórum unglingum frá heimili me þódistaprests, þar sem þeir bjuggu. "Einn af unglingunum mun hafa sýnt mótþróa og verið misþyrmt alvarlega," segir í yfirlýsingunni. Unglingunum þremur var ekið á heimili Mandela í Soweto, slasaði drengurinn síðan fluttur í burtu og ekkert hefur til hann spurst síðan, að sögn ráðuneytisins. Unglingarnir þrír, sem lífvarðasveitin lét lausa, segja að Moekitsi Seipei hafi verið alvarlega slasaður þegar þeir sáu hann síðast.

Kirkjuyfirvöld hafa sakað Willie Mandela um að hafa reynt að hylma yfir athafnir lífvarðasveitarinnar en hún hefur þráfaldlega vísað á bug ásökunum um að sveitin hafi gerst sek um hrottaskap og glæpsamlegt athæfi. Hún hefur haldið því framað presturinn hafi misnotað unglingana kynferðislega og því hafi lífvarðasveitin ákveðið að bjarga þeim. Þessu vísar kirkjan á bug.

Adriaan Vlok, lögreglumálaráðherra Suður-Afríku, viðurkenndi að erfitt yrði að fá íbúa Soweto til að veita upplýsingar, sem gætu komið sér illa fyrir Willie Mandela.

Krish Naidoo, lögfræðingur Winnie Mandela, sagði í gær að hann væri hættur að starfa fyrir hana. "Mér fannst það ekki lengur tilheyra mínu verksviði að fást við Mandela-málið," sagði hann.

Reuter