2% verðlækkun á bláref UPPBOÐI á refaskinnum lauk í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, en þar voru boðin 223 þúsund skinn til sölu. Nokkur lækkun varð á verði skinnanna miðað við uppboð sem haldið var í Finnlandi fyrir skömmu.

2% verðlækkun á bláref

UPPBOÐI á refaskinnum lauk í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, en þar voru boðin 223 þúsund skinn til sölu. Nokkur lækkun varð á verði skinnanna miðað við uppboð sem haldið var í Finnlandi fyrir skömmu.

Að sögn Jóns Ragnars Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda, var meðalverð íslenskra blárefaskinna á uppboðinu í Kaupmannahöfn 1.649 kr., og er það 2% lækkun miðað við uppboðið í Finnlandi. Meðalverð skugga-skinna var 1.501 kr., sem er 3% verðlækkun, silfurrefaskinn seldust á 3.900 kr., lækkuðu um 8%, og bláfrost skinn seldust á 2.509 kr, en það er 1% lækkun.