Minning: Eiríkur Benedikz fv. sendiráðunautur Fæddur 5. febrúar 1907 Dáinn 1. ágúst 1988 Í dag, þriðjudag 14. febrúar, ferfram frá Dómkirkjunni minningarathöfn vegna andláts Eiríks Benedikz, fyrrum sendiráðunautar við sendiráð Íslands í London. Eiríkur lézt á spítala í Witney, Oxon, 1. ágúst 1988, eftir aðeins fárra daga legu. Eiríkur hafði óskað þess að hann yrði brenndur að sér látnum og öskunni síðan komið fyrir í grafreit foreldra sinna í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík. Foreldrar Eiríks voru dr. phil. Benedikt Þórar arinsson, kaupmaður, f. að Ósi í Breiðdal 6. nóvember 1861 og Hansína Eiríksdóttir, f. 6. nóvember 1874, Björnssonar bónda að Karlsskála við Reyðarfjörð. Hansína var seinni kona Benedikts. Fyrri kona hans var Sólrún Eiríksdóttir, Eiríkssonar bónda að Svínafelli í Nesjum. Hún fæddist 1855 en lézt 1901. Með Sólrúnu átti Benedikt fjögur börn, þrjár dætur og einn son og var móðir mín Þórdís Todda ein dætranna. Árið 1906 giftast þau svo Hansína og Benedikt. Þau eignuðust þrjú börn og var Eiríkur, sem hér er verið að minnast, elztur þeirra. Hin voru Sigríður f. 1910, gift Óskari Norðmann stórkaupmanni, f. 4. febrúar 1902, og eru þau bæði látin. Óskar lézt 1971, en Sigríður 1976. Yngstur var Þórarinn, f. 1. marz 1912, en hann lézt 1961. Þórarinn var verzlunar menntaður, var með próf frá Niels Brook-verzlunarskólanum í Kaupmannahöfn, síðan fór hann tilBerlínar og tók inntökupróf í há skólann þar. Síðan fór hann til London og lauk prófi frá London School of Economics. Kona Þórarins var Maria Benedikz, dóttir Ágústar H. Bjarnasonar, prófessors, og Sigríðar Bjarnason, dóttur JónsÓlafssonar skálds og ritstjóra og Helgu Eiríksdóttur frá Karlsskála, systur Hansínu móður Þórarins. Eins og kemur fram af ofanrituðu var Eiríkur hálfbróðir móðurminnar og um leið uppeldisbróðir minn. Foreldrar mínir létust í spænsku veikinni 1918 og fluttmust við þá systkinin tvö, systir mín 3ja ára og ég tæpra 6 ára, að Laugavegi 7 til foreldra Eiríks.

Eiríkur gekk í Menntaskólann í Reykjavík og verður stúdent 1925. Síðan tekur hann heimspekipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1926 og les jafnhliða ensku. Eftir ársnám í ensku í Kaupmannahöfn flytur hann sig yfir til háskóla í Cambridge og er þar við enskunám um sumar og haust 1927. Síðan flytur hann sig til Leeds og er við enskunám þar 1928-30 og 1931-32. Í Leeds kynnist Eiríkur konunni, semátti eftir að vera honum tryggur förunautur til æviloka. Það var Margaret Simcock Benedikz, fædd 11. janúar 1911 í South Banks, Yorks. Margaret lagði einnig stund á enskunám við sama háskóla og Eiríkur og lauk BA-prófi í ensku og frönsku. Þau gengu í hjónaband hér í Reykjavík 1931. Eiríkur hafði fyrst stundakennslu í ensku að at vinnu, en síðan verður hann kennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur frá 1932-1938. Kennari við Viðskiptaháskóla Íslands frá stofnun hans 1938-40. Hann er enskukennari við Ríkisútvarpið frá 1934-42. Hann samdi í því tilefni kennslubækur í ensku fyrir Ríkisútvarpið, Enska I-II. Eiríkur var stundakennari við Verzlunarskólann í ensku. Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku 1935. Hann varð talsvert fyrir brezka sendiráðið hér og var gerður að prokonsúl 1938-42. Margaret kona Eiríks var honum stoð og stytta í starfi hans, því hún hafði þá menntun. En íslenzkuna lærði hún á einu ári og hún hefur talað og skrifað íslenzku svo lengi sem ég man og gerir enn þann dag í dag, þó að þau hafi dvalið um áratugaskeið á Englandi. Margaret tók að sér kennslu með Eiríki í framhaldsskólum og vann með honum við kennslustörfin. Hæfileikar Margaret og vinnusemi léttu Eiríki störfin, sem voru alla tíð ærin. Sambúð þeirra var líka með afbrigðum góð, enda áhugamálin þau sömu.

Árið 1942 verða þáttaskil í lífi Eiríks, en það ár tekur Pétur Benediktsson við sendiherrastörfum í London. Þeir voru bekkjarbræður úr Menntaskóla, Pétur og Eiríkur, og góðir vinir frá æskuárum. Pétur lagði fast að Eiríki að gerast starfsmaður sendiráðsins. Það verður úr að Eiríkur er ráðinn sendiráðsritari við sendiráðið í London árið 1942. Síðan verður hann sandiráðunautur 1954 og starfar við sendiráðið framtil ársloka 1977, en á því ári varðhann sjötugur.

Frá árinu 1942 eru þau hjón búsett í Bampton, smábæ í Oxon fylki. Eins og getið var í upphafi þessara orða hefur orðið dráttur á, að þessa merka manns, Eiríks Benedikz, væri minnzt. En Margaret kona hans ætlaði að fylgja honum seinasta spölinn, en sakir veikinda getur hún það ekki og er því ekki hér stödd. Hún er á heimili þeirra í Bampton og hjá henni Leifur, einn sonur þeirra.

Það er óhætt að fullyrða að Eiríkur var þjóð sinni til sóma með störfum sínum á Englandi. Auk sendi ráðsstarfanna, vann hann alltaf mikið fyrir háskóla bæði í Oxford og Leeds. Hann skrifaði greinar um íslenzk bókasöfn hjá háskólum á Englandi. Prófdómari var hann í norrænum fræðum við háskólann í Oxford í mörg ár. Eiríkur var það þekktur á Englandi fyrir fræðistörf sín, að mörg ensk blöð hafa minnzt hans með dánarminningum, sem skrifaðar hafa verið af fræðimönnum. M.a. hefi ég séð greinar í Da ily Telegraph, The Times, Independent. Language International, sem er sérfræðirit. Ennfremur hefi ég vitneskju um að nágranni Eiríks í Bampton skrifaði minningarorðum hann í bæjarblaði í Bampton. Hana hefi ég þó ekki séð enn. Það er óvenjulegt að ensk stórblöð skuli birta minningarorð við andlát er lends manns, nema hann hafi tilþess unnið með störfum sínum. Það er víst að Eiríkur var þjóð sinni til sóma öll þau ár, sem hann dvaldi á Englandi.

Seinustu árin voru Eiríki erfið vegna heilsubrests, einkum var það sjónleysið, sem háði honum við þaustörf, sem höfðu verið aðalstörf hans alla ævina, vinnan við lestur og skriftir. Loks varð hann blindur og mátti þola myrkrið seinustu tvö árin. Banalegan var stutt. Hann varfluttur á spítala til athugunar, en tveim dögum síðar var hann allur.

Eins og áður er sagt var hjónaband Eiríks og Margaret mjög gott og ævinlega notalegt að koma til þeirra meðan þau dvöldu hér í bæ. Eins var um heimili þeirra í Bamp ton.

Eiríkur og Margaret eignuðust 5 syni, sem allir hafa stofnað sín heimili nema Leifur, sem er ókvæntur og býr með móður sinni í Bamp ton. Aðrir synir þeirra eru Benedikt Sigurður dr. lit. við Birmingham háskóla, John Ernest Gabriel taugalæknir hjá Landspítalanum hér, Þórarinn skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, Petur William bú fræðingur og starfar á Englandi.

Þá eru öll börn Benedikts S. Þráinssonar horfin af sjónarsviðinu. Þetta var allt mitt nánasta fólk og ég sakna þeirra allra.

Eiríkur var mér sem bróðir alla tíð og tryggur vinur, sem oft varhægt að leita til. Hvíli hann í friði.

Margaret votta ég mína dýpstu samúð og óska þess að hún meginjóta komandi ára við batnandi heilsu.

Kristján B.G. Jónsson