9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Andlát

EINAR KRISTJÁNSSON

EINAR Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli lést laugardaginn 6. júlí síðastliðinn. Hann var á 85. aldursári. Einar fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911, sonur hjónanna Kristjáns Einarssonar bónda þar og Guðrúnar Pálsdóttur.
Andlát EINAR

KRISTJÁNSSON

EINAR Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli lést laugardaginn 6. júlí síðastliðinn. Hann var á 85. aldursári.

Einar fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911, sonur hjónanna Kristjáns Einarssonar bónda þar og Guðrúnar Pálsdóttur. Hann stundaði nám við unglingaskólann að Lundi í Öxarfirði, Héraðsskólann í Reykholti og Bændaskólann að Hvanneyri og starfaði við verkamannavinnu og landbúnaðarstörf áður en hann gerðist bóndi að Hermundarfelli og síðar nýbýlinu Hagalandi í Þistilfirði.

Árið 1946 fluttist Einar til Akureyrar þar sem hann bjó síðan, og var hann lengst af húsvörður við Barnaskóla Akureyrar auk þess sem hann stundaði ritstörf. Eftir hann liggur fjöldi bóka, smásögur og lengri ritverk, gamanþættir, kveðskapur, æviminningar og leikþættir, og um árabil hafði hann umsjón með þáttum í Ríkisútvarpinu um þjóðlegan fróðleik. Einari hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín og hlaut hann m.a. verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins.

Eftirlifandi eiginkona Einars er Guðrún Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.