10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Jarðboranir hf.

Síðustu hlutabréf ríkisins seld

TILBOÐ voru opnuð í síðustu hlutabréf ríkisins í Jarðborunum hf. í gær. Um var að ræða bréf fyrir 10,4 milljónir að nafnvirði eða 4,41% af hlutafé fyrirtækisins. Alls bárust 54 tilboð í bréfin frá 32 aðilum fyrir um 40 milljónir króna að nafnvirði. Ellefu hæstu tilboðunum var tekið og reyndust þau vera frá fjórum aðilum. Gengi tekinna tilboða var frá 3,02 ­ 3,31.
Jarðboranir hf.

Síðustu hlutabréf ríkisins seld

TILBOÐ voru opnuð í síðustu hlutabréf ríkisins í Jarðborunum hf. í gær. Um var að ræða bréf fyrir 10,4 milljónir að nafnvirði eða 4,41% af hlutafé fyrirtækisins.

Alls bárust 54 tilboð í bréfin frá 32 aðilum fyrir um 40 milljónir króna að nafnvirði. Ellefu hæstu tilboðunum var tekið og reyndust þau vera frá fjórum aðilum. Gengi tekinna tilboða var frá 3,02 ­ 3,31.

Markaðsvirði sölunnar í gær var 32 milljónir króna en síðastliðnar sex vikur hefur ríkið selt 28,8% hlut sinn í Jarðborunum hf. fyrir samtals 160 milljónir króna. Þá hefur Reykjavíkurborg selt 10% af 30% heildareign sinni í fyrirtækinu.

Hluthafar í fyrirtækinu eru nú á tólfta hundrað.



Markaðsvirði/16

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.