TÖLVUTÆKI Bókval hefur tekið húsnæði Vöruhúss KEA á leigu til 10 ára og jafnframt keypt hljómdeild fyrirtækisins. Húsnæðið er alls um 2.200 fm og er verslunarrými á jarðhæð um 800 fm og verslunarrými á 2. hæð um 1.000 fm.
KEA hætt með verslun í Vöruhúsinu Tölvutæki Bókval tek-

ur húsnæðið á leigu

TÖLVUTÆKI Bókval hefur tekið húsnæði Vöruhúss KEA á leigu til 10 ára og jafnframt keypt hljómdeild fyrirtækisins. Húsnæðið er alls um 2.200 fm og er verslunarrými á jarðhæð um 800 fm og verslunarrými á 2. hæð um 1.000 fm.

Jón Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Tölvutækis Bókvals, segir að bókabúð fyrirtækisins verði flutt úr Kaupvangsstræti 4 í stærra og rýmra húsnæði í Vöruhúsinu í október, þar sem sportdeild KEA er nú staðsettt. Vegna aukinna umsvifa bókabúðarinnar og lengri afgreiðslutíma sé nauðsynlegt að stækka húsnæðið. Verslunin Tölvutæki, sem rekin er að Furuvöllum, verður þar áfram, en hins vegar er stefnt að því, að auka vöruúrvalið í báðum verslunum.

Tölvutæki Bókval tekur við rekstri hljómdeildar KEA um næstu mánaðamót og verður hún rekin á sama stað út ágústmánuð. Eftir það verður deildin flutt í stærra húsnæði í Vöruhúsinu, þar sem herradeild KEA er nú. Jón Ellert segir að 2. hæð Vöruhússins verði ónotuð fyrst um sinn, en stefnt sé að því að leigja hana út síðar.

Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, segir að KEA sé þar með hætt rekstri verslunar í Vöruhúsinu. Hluti af sportvörudeildinni verður fluttur út í byggingavörudeild og fatnaðurinn fer að einhverju leyti út í aðrar verslanir KEA, sem selja fatnað.