VEIÐI í Smugunni er nú farin að glæðast og gerðist það líka í fyrrasumar á sama tíma. Rúmur tugur skipa er þar norðurfrá, nokkur eru á leiðinni og enn fleiri bíða átekta. Grandi hefur þegar sent þrjú skip uppeftir og þrjú eru að leggja af stað þessa dagana. Það eru Örfirisey, Akurey og Engey, sem eru komin í Smuguna, en Snorri Sturluson, Þerney og Viðey eru að leggja í hann.
Gert klárt í Smuguna

VEIÐI í Smugunni er nú farin að glæðast og gerðist það líka í fyrrasumar á sama tíma. Rúmur tugur skipa er þar norðurfrá, nokkur eru á leiðinni og enn fleiri bíða átekta. Grandi hefur þegar sent þrjú skip uppeftir og þrjú eru að leggja af stað þessa dagana. Það eru Örfirisey, Akurey og Engey, sem eru komin í Smuguna, en Snorri Sturluson, Þerney og Viðey eru að leggja í hann. Öll skipin frysta aflann um borð nema Viðey og Akurey, sem salta um borð. Þórhallur Helgason hjá Granda hf. segir að mjög sé gengið á kvóta fyrirtækisins og því lítið annað að gera en senda skipin í Smuguna. Hann segir að því fylgi lítill sem enginn viðbótarkostnaður að gera skipin klár á þessar veiðar, veiðarfærin séu til og það sé bara "ferðakostnaðurinn" sem sé dálítið mikill.

Morgunblaðið/RAX

ALLT að verða klárt. Trollið tekið um borð í Snorra Sturluson og kúrsinn síðan tekin á Smuguna.