Sumar á Írlandi Nýr geisladiskur með PKK HLJÓMSVEITIN PKK á Akureyri hefur sent frá geisladiskinn "Sumar á Írlandi." PKK skipa þeir Pétur Hallgrímsson, Kristján Jónsson og Kristján Edelstein.

Sumar á Írlandi Nýr geisladiskur með PKK

HLJÓMSVEITIN PKK á Akureyri hefur sent frá geisladiskinn "Sumar á Írlandi." PKK skipa þeir Pétur Hallgrímsson, Kristján Jónsson og Kristján Edelstein. Diskurinn hefur að geyma 21 lag, aðallega írsk þjóðlög en einnig léttar frumsamdar stemmur þeirra félaga inn á milli.

Hljóðritun geisladisksins fór fram í Hljóðlist á Akureyri, undir stjórn Kristjáns Edelstein og sá hann einnig um hljóðblöndun. Tónlistin var tekin upp beint og slagverki og öðrum hljóðfærum sem þóttu við hæfi var bætt við á eftir.

Í tilefni af útgáfu geisladisksins voru haldnir útgáfutónleikar á Pollinum. Þar lék Sigfús Óttarsson með þeim félögum á slagverk en hann sá einmitt um slagverksleik á geisladiskinum.

Morgunblaðið/Kristján