Jólafundur hjá DECUS HINN árlegi jólafundur DECUS, sem eru samtök notenda og áhugamanna um tölvubúnað og lausnir frá Digital Equipment Corporation, var haldinn í boði Digital á Íslandi, síðastliðinn föstudag.

Jólafundur hjá DECUS

HINN árlegi jólafundur DECUS, sem eru samtök notenda og áhugamanna um tölvubúnað og lausnir frá Digital Equipment Corporation, var haldinn í boði Digital á Íslandi, síðastliðinn föstudag. Að lokinni kynningu á því helsta sem framundan er á tölvumarkaðnum var haldin sýning á tölvubúnaði frá Digital. Á myndinni eru þeir Haukur Nikulásson hjá Digital á Íslandi, Draupnir Guðmundsson og Guðmundur Ingi Sverrisson hjá Íslenskri erfðagreiningu við nýjar Digital tölvur.