Ísjaki á skólalóðinni TÓLF til fjórtán tonna ísjaki stendur hjá Víkurskóla í Mýrdal.

Ísjaki á skólalóðinni

TÓLF til fjórtán tonna ísjaki stendur hjá Víkurskóla í Mýrdal. Ekki hefur orðið jökulhlaup í Mýrdalnum nýlega en jakinn er hins vegar upprunninn í Skeiðarárhlaupi og var fluttur með vegagerðarbíl til Víkur að lokinni vegagerð á sandinum. Skólakrökkunum líkar vel að hafa jakann á skólalóðinni. Sumir leika sér og aðrir hafa sett ísmola í töskurnar sínar til að hafa með sér heim til minja um hlaupið.

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson