HANDKNATTLEIKUR Siglfirðingar taka fyrstu skrefin gegn Stjörnunni iglfirðingar leika í dag sinn fyrsta opinbera leik í meistaraflokki karla í handknattleik er þeir fá Stjörnuna úr Garðabæ í heimsókn í síðasta leik 32ja liða úrslita bikarkeppninnar.

HANDKNATTLEIKUR Siglfirðingar taka fyrstu skrefin gegn Stjörnunni iglfirðingar leika í dag sinn fyrsta opinbera leik í meistaraflokki karla í handknattleik er þeir fá Stjörnuna úr Garðabæ í heimsókn í síðasta leik 32ja liða úrslita bikarkeppninnar. "Það ríkir mikil eftirvænting í bænum eftir leiknum, en sem stendur liggjum við á bæn og biðjum þess að veðurspáin gangi ekki eftir. Fari svo að hún rætist og þeir komast ekki þá færum við leikinn yfir á sunnudag, þá er spáin betri," sagði Sigmundur Sigmundsson, þjálfari og leikmaður Siglfirðinga í gær. Hann sagði nokkurn hóp karla hafa æft handknattleik á Siglufirði undanfarin ár og aðstæður vera ágætar. "Það er talsverður áhugi meðal yngri kynslóðarinnar hér á handknattleik og við höfum fullan hug á að hefja æfingar fyrir hana fljótlega. Meðal annars höfum rætt við Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfara um að koma norður á nýju ári og vera með handboltahelgi fyrir yngri kynslóðina. Hann tók vel í þá hugmynd."

Sigmundur sagði undirbúning fyrir leikinn hafa verið góðan og m.a. hefðu hans menn mætt eldra liði KA í tvígang í æfingaleikjum. "Við ætlum að leika til sigurs gegn Stjörnunni, en gerum okkur jafnfram grein fyrir að það verður við ramman reip að draga," sagði Sigmundur í gamansömum tón. "Það má reikna með að við fáum fullt hús af áhorfendum sem styðja vel við bakið á okkur frá fyrstu mínútu," bætti hann við og gat þess janframt aðeins væri rými fyrir um 300 áhorfendur í húsinu. "En við ætlum að nota plássið vel."