Ronaldo bestur hjá World Soccer BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, leikmaður Barcelona, var útnefndur Knattspyrnumaður ársins 1996 hjá enska knattspyrnutímaritinu World Soccer.

Ronaldo bestur hjá World Soccer

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, leikmaður Barcelona, var útnefndur Knattspyrnumaður ársins 1996 hjá enska knattspyrnutímaritinu World Soccer. Berti Vogts, þjálfari þýska landsliðsins, var útnefndur þjálfari ársins og þýska landsliðið lið ársins. Tíu efstu knattspyrnumennirnir á listanum voru: Ronaldo (Barcelona/Brasilía), Alan Shearer (Newcastle/England), George Weah (AC Milan/Líbería), Matthias Sammer (Dortmund/Þýskaland), J¨urgen Klinsmann (Bayern M¨unchen/Þýskaland), Gabriel Batistuta (Fiorentina/Argentína), Eric Cantona (Manchester United/Frakkland), Nwankwo Kanu (Inter Milan/Nígería), Jari Litmanen (Ajax/Finnland) og Gianluca Vialli (Chelsea/Ítalía).