Rándýrar auglýsingar OPINBERT miðaverð á leikinn er 275 dalir, en búast má við að svartamarkaðsverð sé töluvert hærra. Superdome-höllin, sem var opnuð 1975, tekur 72 þúsund manns í sæti. Hver leikmaður sigurliðsins fær 48 þúsund dali í verðlaun.

Rándýrar auglýsingar

OPINBERT miðaverð á leikinn er 275 dalir, en búast má við að svartamarkaðsverð sé töluvert hærra. Superdome-höllin, sem var opnuð 1975, tekur 72 þúsund manns í sæti. Hver leikmaður sigurliðsins fær 48 þúsund dali í verðlaun. Leikmenn tapliðsins 24 þúsund.

FOX sjónvarpsstöðin, sem er í eign Robert Murdoc (eiganda SKY), mun sjónvarpa leiknum. Sjónvarpsútsending hefst fimm klukkustundum fyrir leik ­ ekki veitir af upphitun ­ og 58 auglýsingar munu birtast landslýð á meðan á leiknum sjálfum stendur. Auglýsendur munu þurfa að borga 1,2 milljónir dala fyrir 30 sekúndna auglýsingu. Anheuser­Bush bjórframleiðendurnir verða með flestar auglýsingarnar, alls átta.

Sætin í Superdome höllinni eru mislit. Það var gert til þess að ef ekki yrði uppselt á leikjum sem sjónvarpað væri úr höllinni, myndi samt líta út í sjónvarpi sem svo væri! Engin hætta á að það verði vandamál í þessum leik.