Yngvi Þór Einarsson Þegar ég sit hér og reyni að skrifa nokkrar línur í minningu tengdaföður míns kemur mér nú fyrst í huga þegar við hittumst fyrst fyrir rúmlega 17 árum og hvað hann var nú með miklar áhyggjur af dóttur sinni þar sem ég var nú ekki Íslendingur. Enda höfum við oft rætt þá daga síðan og brosað. Við Yngvi urðum mestu mátar og var alltaf alveg sérlega gott og gaman að fá þau hjónin í heimsókn til okkar hvort heldur sem var til Bandaríkjanna eða Þýskalands. Það var þó alltaf alveg sérlega gaman hjá okkur Yngva þegar þær mæðgurnar fóru í verslunarleiðangra og við þurftum ekki að hanga með þeim, því þá skemmtum við okkur heima við á meðan. Ekki var nú síður gott fyrir okkur að koma til Yngva og Völlu í frí þau sumur sem við gátum komið. Alltaf var Yngvi boðinn og búinn að gera sitt besta fyrir okkur.

Yngvi var mér góður tengdafaðir og mun ég sakna hans mikið. Elsku Valla mín og allir aðrir aðstandendur, ykkur vil ég með þessum fátæklegu orðum mínum votta innilega samúð mína. Guð blessi og styrki ykkur öll.

Michael E. Mency.