Vestur-Þýskaland: Fékk ævilangt fangelsi fyrir morð og flugrán Tveir Vestur-Þjóðverjar í haldi mannræningja í Líbanon Frankfurt, Beirut. Reuter.

Vestur-Þýskaland: Fékk ævilangt fangelsi fyrir morð og flugrán Tveir Vestur-Þjóðverjar í haldi mannræningja í Líbanon Frankfurt, Beirut. Reuter.

VESTUR-þýskur dómstóll dæmdi í gær líbanska öfgamanninn Mohammed Ali Hammadi í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt Bandaríkjamann um borð í farþegaþotu frá TWA-flugfélaginu en henni var rænt árið 1985. 10 vopnaðir menn rændu þremur Vestur-Þjóðverjum í fyrradag í Suður-Líbanon en slepptu einum skömmu síðar.

Réttarhöldin yfir Hammadi hafa staðið yfir í 10 mánuði og sagði dómarinn, Heiner M¨uckenberger, þegar hann las upp úrskurðinn, að vesturþýskt réttarkerfi gæti ekki beygt sig fyrir öfgamönnum, sem rændu Vestur-Þjóðverjum í Líbanon. Foreldrar bandaríska hermannsins, Roberts Stethems, sem Hammadi og félagi hans myrtu, kváðust í gær fagna dóminum en töldu þó, að morðinginn ætti skilda harðari refsingu en vestur-þýsk lög leyfðu. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins lýsti einnig ánægju sinni með lífstíðardóminn.

Hammadi var handtekinn í flughöfninni í Frankfurt í janúar 1987 en til sökunauts hans hefur ekki náðst. Viðurkenndi Hammadi að hafa rænt flugvélinni en kenndi félaga sínum um að hafa myrt Stet hem. Var hann dæmdur fyrir aðild að morðinu, fyrir flugrán, gíslatöku og ofbeldi gagnvart farþegunum. Þá var hann einnig fundinn sekur umað hafa reynt að smygla sprengiefni til Vestur-Þýskalands þegar hann var handtekinn.

Vestur-Þjóðverjarnir, sem rænt var í fyrradag, eru Heinrich Str¨ubig, Petra Schnitzler og samstarfsmaður þeirra, sem kallaður er Thomas. Schnitzler var látin laus skömmu síðar. Öll starfa þau fyrir vesturþýsku hjálparstofnunina ASME og er þetta í annað sinn í sama mánuðinum, sem þeim Str¨ubig og Schnitzler er rænt. Talið er, að mannránin að þessu sinni tengist réttarhöldunum yfir Hammadi en í fyrra sinnið var þess krafist, að araba í fangelsi á Kýpur yrði sleppt.

Reuter

Petra Schnitzler og Heinrich Str¨ubig á blaðamannafundi í síðustu viku. Þeim og þriðja Vestur-Þjóðverj anum, Thomas að nafni, var rænt í fyrradag en Schnitzler sleppt aftur. Störfuðu þau fyrir vestur-þýsku hjálparstofnunina ASME, eina fárra, sem eftir eru í Líbanon. Innfellda myndin er af líbanska öfgamann inum Mohammed Ali Hammadi, sem vestur-þýskur dómstól dæmdi fyrir morð í gær.