14. maí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Andlát

ÞÓRÐUR EINARSSON

ÞÓRÐUR Einarsson, fyrrverandi sendiherra, lést á heimili sínu í Reykjavík að kvöldi síðastliðins mánudags. Var hann á 74. aldursári. Þórður Einarsson lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum árið 1941, prófi frá City of London College 1944 og varð löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku árið 1945. Eftir störf hjá Eggerti Kristjánssyni og Co.
Andlát ÞÓRÐUR

EINARSSON

ÞÓRÐUR Einarsson, fyrrverandi sendiherra, lést á heimili sínu í Reykjavík að kvöldi síðastliðins mánudags. Var hann á 74. aldursári.

Þórður Einarsson lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum árið 1941, prófi frá City of London College 1944 og varð löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku árið 1945. Eftir störf hjá Eggerti Kristjánssyni og Co. og Byggingafélaginu Brú árin 1944 til 1950 réðst hann sem fulltrúi til sendiráðs Bandaríkjanna og starfaði þar til 1963. Árin 1964 til 1968 var hann fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, var fulltrúi hjá Evrópuráðinu til 1972 og réðst eftir það til utanríkisráðuneytisins.

Gegndi hann starfi blaðafulltrúa, deildarstjóra, sendiráðunautar og var skipaður prótókollstjóri og sendiherra árið 1986. Var hann sendiherra Íslands í Svíþjóð og jafnframt Finnlandi, Júgóslavíu og Albaníu árin 1987 til 1991 og gegndi eftir það ýmsum störfum í utanríkisráðuneytinu.

Eftirlifandi kona Þórðar er Karólína Hlíðdal og eru börn þeirra þrjú.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.