SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin er hér á landi í boði Skólahljómsveitar Kópavogs og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað en áður hefur Skólahljómsveit Kópavogs heimsótt Óðinsvé í þrígang.

Dönsk skólahljómsveit með tónleika

SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis.

Hljómsveitin er hér á landi í boði Skólahljómsveitar Kópavogs og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað en áður hefur Skólahljómsveit Kópavogs heimsótt Óðinsvé í þrígang. Í hljómsveitinni, sem var stofnuð árið 1950, eru 55 hljóðfæraleikarar á aldrinum 10­23 ára auk þess sem 10 ungir drengir mynda sérstaka trommusveit sem leikur stórt hlutverk í skrúðgöngum. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Carsten Rungstrøm.

Heimsóknin hófst sl. föstudag og stendur í eina viku og á þeim tíma verða haldnir 7 tónleikar og heimsækir hljómsveitin helstu staði í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Tónleikarnir í kvöld eru samvinnuverkefni þriggja hljómsveita því auk dönsku sveitarinnar koma fram Skólahljómsveit Grafarvogs og Skólahljómsveit Kópavogs.

SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa.