MEÐAL þeirra sem báðu um frekari upplýsingar um te, er kona, sem sendi mér mjög elskulegt bréf og bað líka um uppskiftir að mat fyrir einn. Því miður fylgdi hvorki nafn konunnar né heimilisfang og ekki símanúmer heldur, en ég hefði viljað hafa samband við hana og senda henni nokkrar uppskriftir.
Format fyrir uppskriftir Brauð, tómatbaka og fróðleiksmolar um te

Nokkrir hafa haft samband við mig og beðið um meiri upplýsingar um te, segir Kristín Gestsdóttir sem kemur hér með smáfróðleik um það.

MEÐAL þeirra sem báðu um frekari upplýsingar um te, er kona, sem sendi mér mjög elskulegt bréf og bað líka um uppskiftir að mat fyrir einn. Því miður fylgdi hvorki nafn konunnar né heimilisfang og ekki símanúmer heldur, en ég hefði viljað hafa samband við hana og senda henni nokkrar uppskriftir. Það er svolítið erfitt að gera þessu almennileg skil í þætti sem þessum. Mér þætti vænt um ef konan vildi hringja í mig. Ég læt þó uppskrift af hollu og góðu brauði fylgja þessum þætti. En þá er það teið. Sú teplanta sem ræktuð er, er mjög lík um allan heim, mismunur tesins er fólginn í verkun og að einhverju leyti í jarðvegi, loftslagi og hæð yfir sjávarmáli. Það eru um 1.500 ræktunarstaðir þekktir og 2.000 mismunandi blöndur. Grænt te er upprunnið í Kína og aðallega ræktað þar. Eftir tínslu er gufa látin leika um teið í eins konar hólkum og síðan er það þurrkað fljótt án þess að það nái að gerjast, þannig helst hinn græni litur. Þetta te er meira "barkandi" en annað te. Brúnt te er látið gerjast að hluta. Þetta te er fölbrúnt og hefur sérstakan keim. Oolong te er af þeirri gerð. Svart te er vinsælasta og algengasta teið hér hjá okkur. Teið er látið gerjast áður en það er þurrkað. Þetta te er "barkandi" en þó ekki eins mikið og grænt te. Kínverskt te er oftast blanda af þessu þrennu þótt það sé ekki algild regla. Darjelingte er talið ljúffengast alls indverks tes, það er ræktað umhverfis bæinn Darjeling í hlíðum Himalayafjalla. Þessar þrjár tegundir breytast síðan í meðförum og er stundum bragðefnum bætt í, t.d. í Earl Grey te. Því miður leyfist mér ekki að geta um hvar hinar einstöku tegundir tes fást, en mest úrval er í búðum sem sérhæfa sig í sölu á tei og kaffi, þótt hinar ýmsu tegundir fáist víðar.

Nú hafa tómatar lækkað mikið íverði, svo mikið að ég man ekki eftir öðru eins, það skulum við nýta okkur og búa til alls konar rétti úr þeim.

Tómatbaka

Botninn:

2 dl haframjöl

3 dl hveiti

1 tsk. þurrger

tsk. salt

2 msk. matarolía

1 dl fingurvolgt vatn

Setjið allt í skál og búið til deig, smyrjið bökumót um 25 sm í þvermál. Þrýstið deiginu á botninn og upp með börmunum.

Fyllingin:

1 lítil dós kotasæla

2 epli

5 meðalstórir tómatar

5 stórar sneiðar beikon

150 ­ 200 g rifinn mjólkurostur, sú tegund sem hentar

1. Setjið kotasæluna á bökubotninn.

2. Afhýðið eplin, skerið í sneiðar og raðið ofan á, skerið tómatana í sneiðar og raðið þar á. Setjið ostinn yfir

3. Skerið beikonið í litla bita og setjið ofan á.

4. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 180 C, setjið neðarlega í ofninn og bakið í um 30 mínútur.

Hollt brauð fyrir 4­6

1 dl heilhveiti

2 dl haframjöl

2 dl hveiti

1 tsk. þurrger

tsk. salt

1 msk. matarolía

1 msk. hunang

1 dl mjólk

dl vel heitt vatn úr krananum

1. Setjið heilhveiti, haframjöl, hveiti, þurrger og salt í skál. Setjið hunang og matarolíu út í.

2. Blandið saman mjólk og vatni, svo að blandan verði fingurvolg, alls ekki heitari. Mjög áríðandi er að blanda þessu saman áður en það er sett út í. Hnoðið deig. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér í minnst 4 klst. Brauðið verður betra er það lyftir sér lengi.

3. Mótið brauðið, skerið rifur í það, penslið með mjólk eða eggjarauðu. Látið lyfta sér meðan ofninn er að hitna.

4. Hitið bakaraofninn í 190 C, blástursofn í 170 C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 25­30 mínútur.