TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 2. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá er hefðbundinn djass með evrópsku ívafi. Tríóið skipa: Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Dan Fabricatore, bassaleikari, og Scott McLemore, trommuleikari. Hafa þau leikið saman síðustu tvö ár en þau kynntust í William Paterson College í New Jersey er þau stunduðu þar tónlistarnám.
Tónleikar á Húsavík

TRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 2. júlí kl. 20.30.

Á efnisskrá er hefðbundinn djass með evrópsku ívafi. Tríóið skipa: Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Dan Fabricatore, bassaleikari, og Scott McLemore, trommuleikari. Hafa þau leikið saman síðustu tvö ár en þau kynntust í William Paterson College í New Jersey er þau stunduðu þar tónlistarnám.