Tryggvi Guðmundsson tók horn frá hægri á 50. mínútu og sendi boltann inn á miðjan markteiginn þar sem Steingrímur Jóhannesson var sterkastur í loftinu og skallaði í nær autt markið.
Tryggvi Guðmundsson tók horn frá hægri á 50. mínútu og sendi boltann inn á miðjan markteiginn þar sem Steingrímur Jóhannesson var sterkastur í loftinu og skallaði í nær autt markið.

Mínútu síðar geystist Ívar Bjarklind upp miðjuna, renndi boltanum til vinstri á Tryggva Guðmundsson sem lék nær markinu og skaut frá vítateigshorni í fjærhornið.

Eftir góða sókn upp vinstri kantinn á 82. mínútu gaf Hjalti Jóhannesson inn á miðjan teig þar sem Sigurvin Ólafsson var ákveðnastur og skoraði með viðstöðulausu skoti.

Skallagrímsmenn sóttu upp hægri kantinn á 88. mínútu. Valdimar K. Sigurðsson átti góða sendingu fyrir markið þar sem Stefán B. Ólafsson náði að skalla aftur fyrir sig og í netið.