LANDGRÆÐSLUVÉLINNI Páli Sveinssyni, sem er af gerðinni Douglas DC-3, hlekktist á í flugtaki á Sandárvelli við Blöndulón á Auðkúluheiði síðastliðinn laugardag. Talið er að sprungið hafi á hægra hjóli vélarinnar og við það hafi vélin farið út af brautinni. Hún fór svo aftur inn á brautina, þvert yfir og út af hinu megin. Þar rakst vinstri vængur vélarinnar niður í brautina.

Land-

græðsluvél

hlekktist á

í flugtaki

LANDGRÆÐSLUVÉLINNI Páli Sveinssyni, sem er af gerðinni Douglas DC-3, hlekktist á í flugtaki á Sandárvelli við Blöndulón á Auðkúluheiði síðastliðinn laugardag.

Talið er að sprungið hafi á hægra hjóli vélarinnar og við það hafi vélin farið út af brautinni. Hún fór svo aftur inn á brautina, þvert yfir og út af hinu megin. Þar rakst vinstri vængur vélarinnar niður í brautina. Við lauslegt mat Landgræðslunnar eru afleiðingarnar þær að vængendi er skemmdur og hallastýri skaddað.

"Ekki er um stórtjón að ræða og þetta er í raun smávægilegt miðað við það sem hefði getað gerst ef flugmennirnir hefðu ekki sýnt snarræði," segir Stefán H. Sigfússon, fulltrúi hjá Landgræðslustjóra, sem séð hefur um flug Páls Sveinssonar síðan það hófst fyrir 25 árum.

Hann segir jafnframt að þetta sé fyrsta óhappið sem Landgræðsla ríkisins verði fyrir með þessa vél. Búist er við að vélin verði komin aftur í loftið eftir hálfan mánuð.