LÁGFIÐLU eða violu var stolið úr bíl á Laufásvegi síðastliðið fimmtudagskvöld. Eigandi lágfiðlunnar er Anna Maguire og hefur fiðlan verið í eigu hennar í tuttugu ár. Anna leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands en faðir hennar, Hugh Maguire, sem var m.a. konsertmeistari sinfóníuhljómsveitar BBC, gaf henni fiðluna.
Lágfiðlu stolið frá hljóðfæraleikara í Sinfóníunni Fyrst og fremst til- finningalegt gildiLÁGFIÐLU eða violu var stolið úr bíl á Laufásvegi síðastliðið fimmtudagskvöld. Eigandi lágfiðlunnar er Anna Maguire og hefur fiðlan verið í eigu hennar í tuttugu ár. Anna leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands en faðir hennar, Hugh Maguire, sem var m.a. konsertmeistari sinfóníuhljómsveitar BBC, gaf henni fiðluna.

Að sögn Önnu hefur lágfiðlan fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir hana auk þess að vera henni nauðsynleg vegna stöðu hennar í Sinfóníuhljómsveitinni. Anna segir að sér sé mikið í mun að fá lágfiðluna aftur og hyggst hún ekki kæra þann sem hefur hana undir höndum verði henni skilað. Þetta sé hennar atvinnuhljóðfæri og henni sé afar annt um það. Því sé mikilvægast í hennar huga að endurheimta hljóðfærið.

Segir hún að sá sem hafi lágfiðluna undir höndum sé beðinn um að koma henni til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verði hann þá laus allra mála.

Morgunblaðið/Jim Smart ANNA Maguire við bílinn sem lágfiðlunni var stolið úr í síðustu viku.