FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ávítti í gær átta aðildarríki fyrir framkvæmd reglna um umhverfisvernd. Sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að framfylgja reglum í umhverfismálum slælega og hefur á undanförnum árum verið unnið að því að undirbúa strangara eftirlit með því að reglum sé fylgt.
Átak í umhverfismálum

Brussel. Reuter.

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ávítti í gær átta aðildarríki fyrir framkvæmd reglna um umhverfisvernd. Sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að framfylgja reglum í umhverfismálum slælega og hefur á undanförnum árum verið unnið að því að undirbúa strangara eftirlit með því að reglum sé fylgt.

Kemst framkvæmdastjórnin að þeirri niðurstöðu að Grikkland, Belgía og Spánn hafi ekki framfylgt reglum um meðferð hættulegs úrgangs og förgun á rafhlöðum. Verður ríkjunum stefnt fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg.

Einnig er Lúxemborg gagnrýnd fyrir að framfylgja ekki reglum um meðferð hættulegs úrgangs.