Blönduósi-Hópur ungmenna frá vinabæjum Blönduóss á Norðurlöndum kom í heimsókn í síðustu viku. Unglingarnir, sem eru frá Horsens í Danmörku, Moss í Noregi, Nokia í Finnlandi og Karlstad í Svíþjóð, hafa haft ýmislegt fyrir stafni ásamt jafnöldrum sínum á Blönduósi. Meginviðfangsefni unglinganna er náttúran og er dagskráin sniðin að því.
SNorræn ungmenni í heimsókn á Blönduósi

Ógleymanlegt

ævintýr

Blönduósi - Hópur ungmenna frá vinabæjum Blönduóss á Norðurlöndum kom í heimsókn í síðustu viku. Unglingarnir, sem eru frá Horsens í Danmörku, Moss í Noregi, Nokia í Finnlandi og Karlstad í Svíþjóð, hafa haft ýmislegt fyrir stafni ásamt jafnöldrum sínum á Blönduósi. Meginviðfangsefni unglinganna er náttúran og er dagskráin sniðin að því.

Krakkarnir hafa farið í siglingu á gúmmíbátum niður stríð vatnsföll, farið á hestbak, siglt út á Húnaflóann og farið í skoðunarferðir m.a. í Blönduvirkjun.

Í samtali við Morgunblaðið sögðu fararstjórar finnsku og norsku unglinganna að þessi heimsókn í Húnaþing væri ógleymanlegt ævintýri og óvíst hvort krakkarnir myndu nokkurn tíma upplifa annað eins. Ágúst Þór Bragason, einn af skipuleggjendum þessarar heimsóknar, sagði að allt hefði gengið eins og í sögu og allir eru ánægðir.

Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞÁTTTAKENDUR á ungmennamóti vinabæja Blönduóss samankomnir á golfvelli Blönduósinga