ÞRIÐJUDAGSGANGA í Viðey verður að þessu sinni um suðurströnd Austureyjarinnar. "Þar eru fallegar fjörur og komið verður í Kvennagönguhólma, nafn þeirra íhugað og hellisskútans Paradísar. Jafnframt verður gengið um rústirnar á Sundbakka og ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla skoðuð. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og í land aftur um kl. 22.30. Rétt er að vera á góðum gönguskóm.

Þriðjudagskvöldvaka

í Viðey

ÞRIÐJUDAGSGANGA í Viðey verður að þessu sinni um suðurströnd Austureyjarinnar.

"Þar eru fallegar fjörur og komið verður í Kvennagönguhólma, nafn þeirra íhugað og hellisskútans Paradísar. Jafnframt verður gengið um rústirnar á Sundbakka og ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla skoðuð. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og í land aftur um kl. 22.30. Rétt er að vera á góðum gönguskóm. Kostnaður er enginn annar en ferjutollurinn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn.

Ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla er opin alla virka daga frá kl. 14.15­16.10 en um helgar frá kl. 13.15­17.10. Hestaleigan er einnig opin alla daga frá kl. 13 og veitingahúsið í Viðeyjarstofu kl. 14­16.30. Bátsferðir þessa sömu daga eru kl. 14 og 15 og oft einnig kl. 13 en í land aftur kl. 15.30, 16.30 og 17," segir í fréttatilkynningu frá staðarhaldara.