Góður og illur Vince ANDLIT á leikara getur verið velþekkt án þess að hann sé stjarna eða tilheyri svokölluðum A-lista í Hollywood. Pruitt Taylor Vince er leikari með slíkt andlit.

Góður og

illur Vince

ANDLIT á leikara getur verið velþekkt án þess að hann sé stjarna eða tilheyri svokölluðum A-lista í Hollywood. Pruitt Taylor Vince er leikari með slíkt andlit. Hann hefur leikið snarruglaða morðingja í tveimur sjónvarpsþáttum, Ráðgátum og "Murder One" en í kvikmyndum hefur hann farið með hlutverk góðlegra, þéttvaxinna manna.

Vince lék Rub, góðvin Sully (Paul Newman), í "Nobody's Fool" árið 1994, og barþjóninn Stinky, frænda persónu Umu Thurman, í "Beautiful Girls" árið 1996. Vince, sem er 36 ára Suðurríkjamaður, lék sitt fyrsta aðalhlutverk á síðasta ári í mynd leikstjórans James Mangold "Heavy". Þar lék hann feiminn pítsuagerðarmann sem á erfitt með að tjá ást sína. Vince þyngdi sig um 20 kíló fyrir hlutverkið. Hann segir að það hafi verið auðvelt. "Ég lét einfaldlega undan tilhneigingunni að borða ruslfæði og hreyfa mig ekki neitt."

PRUITT Taylor Vince er hvers manns hugljúfi.