EVRÓPURÁÐIÐ hefur veitt rúmlega 30 milljóna króna styrk til gerðar norrænnar kvikmyndar um morðið á Olof Palme. Vinnuheiti myndarinnar er "Samningurinn" og leikstjóri er Kjell Sundvall, sem gerði kvikmyndina "Jägarna" (Veiðimennirnir). Framleiðendur eru sænskir, norskir og finnskir og munu tökur hefjast í lok ágúst.
EVRÓPURÁÐIÐ hefur veitt rúmlega 30 milljóna króna styrk til gerðar norrænnar kvikmyndar um morðið á Olof Palme. Vinnuheiti myndarinnar er "Samningurinn" og leikstjóri er Kjell Sundvall, sem gerði kvikmyndina "Jägarna" (Veiðimennirnir). Framleiðendur eru sænskir, norskir og finnskir og munu tökur hefjast í lok ágúst. Myndin mun ekki fjalla um manninn Palme, heldur morðið og aðdraganda þess. Enn hefur ekki verið ákveðið hver fer með hlutverk Palmes.FRAMKVÆMDIR hefjast í byrjun júlí við endurreisn óperuhússins í Feneyjum, sem eyðilagðist í eldsvoða í janúar á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að endurbygging þess taki um tvö ár og að kostnaður við hana nemi um 90 milljörðum líra, 3,7 milljörðum ísl. kr. Fullyrða borgaryfirvöld í Feneyjum að allt verði gert til þess að tímamörkin standist. Verkinu stýrir hinn þekkti ítalski arkitekt, Gae Aulenti. Húsið var talið eitt helsta stolt ítalskrar byggingarlistar en það var opnað árið 1792 og hefur einu sinni áður verið endurbyggt, eftir bruna sem varð árið 1836.

HARÐAR deilur standa nú yfir í Oklahoma í Bandaríkjunum eftir að dómari þar úrskurðaði að í þýsku kvikmyndinni "Tintrommunni" sem gerð var árið 1979, væri að finna atriði með barnaklámi og að hún bryti í bága við lög ríkisins. Hefur myndin verið bönnuð og lögregla farið á milli myndbandaleiga til að gera eintök af henni upptæk. Þá bankaði lögreglan upp á hjá þremur húsráðendum sem höfðu leigt myndina, og kröfðust þess að fá eintökin afhent. Aðgerðir þessar þykja afar harkalegar, ekki síst í ljósi þess að myndin hlaut Óskarsverðlaunin árið 1979 sem besta erlenda myndin. Hún er byggð á sögu Günther Grass.

Palme.