SUÐRÆNA svingsveitin úr Tónlistarskóla Garðabæjar hefur verið boðið til Noregs í tilefni af árlegu þingi norrænna tónlistarkennara sem haldið verður í Tromsø dagana 27. júní til 4. júlí. Sveitin mun leika tvívegis á þinginu auk þess að koma fram við fleiri tækifæri í Tromsø og nágrenni.
Suðræna svingsveitin til Noregs

SUÐRÆNA svingsveitin úr Tónlistarskóla Garðabæjar hefur verið boðið til Noregs í tilefni af árlegu þingi norrænna tónlistarkennara sem haldið verður í Tromsø dagana 27. júní til 4. júlí. Sveitin mun leika tvívegis á þinginu auk þess að koma fram við fleiri tækifæri í Tromsø og nágrenni.

Sveitina skipa Grímur Helgason, klarínettleikari; Helgi Skúli Skúlason, víbrafónleikari; Rannveig Káradóttir, píanóleikari; Örn B. Arnarson, bassaleikari og Dagur Bergsson, trommuleikari. Stjórnandi er Reynir Sigurðsson.

SUÐRÆNA svingsveitin í góðri sveiflu.